Rekinn útaf fyrir að stöðva strípaling (myndband)

Ashley Vickers leikmaður Dorchester Town fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Havant & Waterlooville í ensku utandeildinni í knattspyrnu í gær. Það er ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að leikmaðurinn var sendur af velli fyrir að kasta sér á strípaling sem var klæddur í Borat búning og stöðvaði þar með hlaup hans um völlinn.

Vallarstarfsmönnum tókst ekki að stöðva hlaup strípalingsins en það gerði Vickers með glæsibrag en fékk að launum rautt spjald frá dómara leiksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert