United í undanúrslitin

Fabio Da Silva fagnar marki sínu.
Fabio Da Silva fagnar marki sínu. Reuters

Manchester United var að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á Arsenal. Fabio da Silva skoraði fyrra markið eftir hálftímaleik og Wayne Rooney innisiglaði sigur Manchester-liðsins með skallamarki í byrjun seinni hálfleiks. 

90. Leik lokið með 2:0 sigri Manchester United. Arsenal hefur því á skömmum tíma fallið úr leik á þrennum vígstöðvum, deildabikarnum, Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni.

88. Javier Hernandez hefði átt að skora þriðja mark United en Almunia varði skot Mexíkóans af stuttu færi.

80. Minnstu munaði að United bætti við þriðja markinu en Manuel Almunina sá til þess að svo varð ekki. Honum tókst að krafla í boltann eftir að hann hafði haft viðkomu í Bacary Sagna.

74. Van Der Saar hefur átt góðan leik í dag og hann var að sýna snilli sína með því að verja kollspyrnu frá Chamakh.

66. Chamakh átti gott skot að marki United en gamli maðurinn í marki United var vel staðsettur og varði vel.

49. MARK!! Heimamenn eru komnir í 2:0. Eftir snarpa sókn náði Wayne Rooney að skalla boltann í netið af stuttu færi.

48. Koscielny var nálægt því að skora en Edwin van der Sar varði glæsilega.

46. Antonio Valencia er kominn inná í lið Manchester United. Þetta er fyrsti leikur Ekvadorans frá því hann meiddist í september.

45. Chris Foy flautar til leikhlés á Old Trafford þar sem Manchester Uniter er 1:0 yfir.

29. MARK!! Brasilíumaðurinn Fabio kemur United í 1:0. Javier Hernandez átti skalla á markið eftir sendingu frá Rooney. Manuel Almunia gerði vel í því að verja en Fabio náði frákastinu og skoraði.

15. Rafel skallaði yfir mark Arsenal úr mjög góðu færi eftir sendingu frá bróður sínum, Fabio.

10. Liðin hafa verið að þreifa fyrir sér þessar fyrstu mínútur leiksins. Arsenal hefur verið öllu sterkara en engin færi hafa litið dagsins ljós enn sem komið er.

Man Utd: Van der Sar, Fabio da Silva, Smalling, Vidic, Rafael da Silva, Brown, O'Shea, Evra, Gibson, Rooney, Hernandez. Varamenn: Kuszczak, Giggs, Scholes, King, Obertan, Berbatov, Valencia.

Arsenal: Almunia, Sagna, Djourou, Koscielny, Gibbs, Denilson, Diaby, Wilshere, Nasri, Van persie, Arshavin. Varamenn: Ramsey, Eboué, Clichy, Shea, Chamakh, Squillaci, Rosicky.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka