Capello: Verður að minnka drykkjuna

Fabio Capello ræðir hér við Wayne Rooney og John Terry …
Fabio Capello ræðir hér við Wayne Rooney og John Terry á æfingu landsliðsins. Reuters

Andy Carroll, framherjinn hávaxni í liði Liverpoo,l hefur fengið þau skilaboð frá Fabio Capello landsliðsþjálfara að hann verði að minnka áfengisneyslu sína en Carroll, sem byrjar inná í vináttuleik Englendinga og Ganamanna á Wembley í kvöld, hefur oft komist á síður blaða á Englandi fyrir glappaskot utan vallar og oftar en ekki hefur bakkus verið með í för.

,,Það er mikilvægt að hann hegði sér vel. Þegar þú spilar með enska landsliðinu þá er fylgst náið með þér af stuðningsmönnum landsliðsins, blaðamönnum og ljósmyndurum. Ég ræddi einslega við hann. Ég held að það sé ekki bara Andy sem er hrifinn af bjórnum en hann verður að drekka minna af honum,“ sagði Capello við fréttamenn.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert