Terry: Get ekki sagt það sem mér finnst

Patrice Evra brýtur á Ramires í uppbótartímanum á Stamford Bridge.
Patrice Evra brýtur á Ramires í uppbótartímanum á Stamford Bridge. Reuters

John Terry, fyrirliði Chelsea, segist ekki geta sagt það sem hann vildi um þá ákvörðun dómarans að sleppa vítaspyrnu á Manchester United í uppbótartíma leiks liðanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Stamford Bridge í gærkvöld.

Patrice Evra braut þá á Ramires í dauðafæri en spænski dómarinn lét leikinn halda áfram.

„Það sem er erfiðast fyrir leikmennina er að við getum ekki sagt okkar skoðun á hreinskilinn hátt því þá eigum við leikbann yfir höfði okkar. Við horfum uppá menn setta í bönn, hægri vinstri, fyrir að segja það sem þeim finnst eftir leiki. Þið á fjölmiðlunum missið af efni, leikmenn geta ekki verið hreinskilnir og við tiplum allir á tánum. Því miður get ég ekki sagt annað en að þetta var augljós vítaspyrna," sagði Terry við ESPN eftir leikinn í gærkvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert