Eiður Smári fékk hæstu einkunn hjá Fulham

Eiður Smári.
Eiður Smári. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen fékk hæstu einkunn leikmanna Fulham hjá Sky og netmiðlinum goal.com í dag þrátt fyrir að spila aðeins í 35 mínútur gegn Manchester United á Old Trafford í dag. Eiður fékk 7 í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá báðum miðlunum.

Eiður sýndi fína takta og var óheppinn að minnka ekki muninn. Tomasz Kuszczak markvörður United kom í veg fyrir það en hann varði skot Eiðs utan teigs meistaralega vel.

Flestir leikmanna Fulham fengu 5 í einkunn hjá Fulham hjá goal.com en hæstir voru varamennirnir Eiður Smári sem fékk 7 og Zoltan Gera 6. Hjá Sky var Eiður hæstur með 7 en sex leikmenn liðsins fengu 6.

Antonio Valencia fékk hæstu einkunn leikmanna Manchester United og var valinn maður leiksins hjá goal.com. Hann fékk 8. Næstur á eftir honum kom Nani með 7,5 en hann var arkitektinn af báðum mörkum United. Hjá Sky fékk Nani hæstu einkunnina eða 9 og næstir komu Chris Smalling og Antonio Valencia með 8.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert