Með tilboð frá ensku úrvalsdeildarliði

Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson mbl.is/Golli

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson er með tilboð frá einu ensku úrvalsdeildarliði, tveimur liðum úr ensku 1. deildinni og einu liði úr þýsku 1. deildinni en samningur hans við enska 1. deildarliðið Coventry rennur út í dag.

Coventry vill gera nýjan samning við Aron Einar en miðjumaðurinn öflugi segir nær öruggt að hann verði ekki áfram hjá Coventry á næstu leiktíð.

„Ég er búinn að ræða við fjögur félög sem öll eru búin að bjóða mér samning og ég býst við því að málin komist á hreint mjög fljótlega. Ég verð atvinnulaus á morgun en ég er bjartsýnn á að vera kominn með nýtt lið í næstu viku,“ sagði Aron Einar í samtali við Morgunblaðið í gær en hann er staddur í Dubai þar sem hann er að safna kröftum eftir langt og strangt tímabil.

Nánar er rætt við Aron í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert