Aron Einar klár í slaginn

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Reuters

Aron Einar Gunnarsson er búinn að ná sér af meiðslum og er klár í slaginn með Cardiff sem sækir Portsmouth heim í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á morgun. Aron hefur ekki verið með í síðustu þremur leikjum Cardiff vegna meiðsla en hann hefur nú hrist þau af sér.

Hermann Hreiðarsson er heill heilsu hjá Portsmouth en varnarjaxlinn hefur mátt sætta sig við að vera ekki valinn í leikmannahóp liðsins í síðustu tveimur leikjum en hann gæti komið inn í hópinn á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert