Liverpool á toppinn eftir sigur á Bolton

Leikmenn Liverpool fagna marki Jordans Hendersons í dag.
Leikmenn Liverpool fagna marki Jordans Hendersons í dag. Reuters

Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Bolton Wanderers, 3:1, í lokaleik dagsins á Anfield.

Liverpool er með 7 stig eftir þrjár umferðir eins og Chelsea og Wolves. Manchester United og Manchester City eru með 6 stig og spila bæði á morgun.

Jordan Henderson og Charlie Adam skoruðu báðir fyrsta mark sitt fyrir Liverpool og Martin Skrtel gerði eitt stig. Ivan Klasnic minnkaði muninn í lok uppbótartímans.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90+3. Leik lokið á Anfield.

90+2. MARK - 3:1. Ivan Klasnic nær að minnka muninn fyrir Bolton í lok uppbótartímans, eftir mistök Jamie Carraghers í vörninni hjá Liverpool.

77. @OllieHoltMirror á Twitter: Ánægður með að Charlie Adam skuli byrja svona vel með Liverpool. Hissa á að sumir skyldu efast um að hann réði við þetta skref.

75. @kiddistein á Twitter: Hvað voru menn að efast um Enrique, hann er rock solid.

57. @optajoe á Twitter: Charlie Adam með sitt fyrsta mark með hægri fæti síðan hann skoraði fyirr Blackpool gegn Reading í febrúar 2010.

53. MARK - 3:0. Charlie Adam fær boltann frá Dirk Kuyt og skorar með hægrifótarskoti af 18 metra færi, í vinstra markhornið niðri. Fyrsta mark hans fyrir Liverpool og úrslitin virðast ráðin eftir tvö mörk á tveimur mínútum!

52. MARK - 2:0. Martin Skrtl skorar annað mark Liverpool með hörkuskalla af markteig eftir hornspyrnu Charlies Adams frá hægri.

49. Ivan Klasnic hjá Bolton fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Lucas Leiva.

45. @optajoe á Twitter: Jordan Henderson var maðurinn á bakvið 6 markskot Liverpool í fyrri hálfleik, lagði upp (3) eða skaut sjálfur (3). Afkastamikill.

45. Hálfleikur á Anfield og Liverpool með verðskuldaða forystu, 1:0.

44. Grétar Rafn Steinsson sleppur fyrir horn þegar dæmd er hendi á hann á vítateigslínunni hægra megin. Aukaspyrna á línunni og gult spjald á Siglfirðinginn! Ekkert kemur útúr spyrnunni.

23. Sannkallað dauðafæri Liverpool. Luis Suárez kemst innfyrir vörn Bolton og lyftir boltanum yfir Jääskeläinen í markinu en rétt yfir þverslána. Liverpool er búið að vera líklegt til að bæta við marki.

15. MARK - 1:0. Jordan Henderson skorar sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Hann fær boltann frá Dirk Kuyt eftir þunga sókn og skorar með fallegu skoti uppí vinstra markhornið.

3. Bolton hefur gert 6 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og hefur skorað úr 38 prósentum markskota sinna til þessa. Ansi góð nýting.

1. Leikurinn er hafinn á Anfield. Andy Carroll er á bekknum hjá Liverpool í dag en Dirk Kuyt og Luis Suárez eru fremstu menn.

Liverpool er með 4 stig eftir tvo leiki og gæti komist í toppsætið með sigri í dag. Bolton er með 3 stig eftir tvo leiki og hefur skorað sex mörk.

Liverpool: Reina, José Enrique, Agger, Carragher, Kelly, Henderson, Downing, Lucas, Adam, Suárez, Kuyt.
Varamenn: Doni, Skrtel, Robinson, Maxi, Spearing, Shelvey, Carroll.

Bolton: Jääskeläinen, Grétar Rafn, Robinson, Cahill, Knight, Muamba, Eagles, Petrov, Reo-Coker, Davies, Klasnic.
Varamenn: Bogdan, Wheater, Riley, M. Davies, Pratley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert