Arsenal í fallsæti eftir leiki dagsins?

Arsenal hefur ekki byrjað úrvalsdeildina vel en vann hinsvevgar Udinese …
Arsenal hefur ekki byrjað úrvalsdeildina vel en vann hinsvevgar Udinese tvisvar í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reuters

Manchester United tekur á móti Arsenal í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Vinni United leikinn gæti liðið verið efst í deildinni en Arsenal í fallsæti að þriðju umferðinni lokinni.

United hefur unnið báða leiki sína til þessa og er með 6 stig en Arsenal er með eitt stig eftir tvo leiki og hefur ekki skorað mark til þessa. United og Manchester City, sem sækir Tottenham heim, eru einu liðin í deildinni sem hafa ekki tapað stigi og yrðu með 9 stig á toppnum ef bæði vinna. Fyrir ofan þau eru Liverpool, Chelsea og Wolves sem léku öll í gær og eru með 7 stig hvert.

Arsenal hefur selt bæði Cesc Fabregas og Samir Nasri í þessum mánuði og glímir auk þess við vandræði vegna meiðsla og leikbanna. Jack Wilshere er meiddur og þá eru þeir Alex Song, Gervinho og Emmanuel Frimpong allir í leikbanni í dag. Auk þess þarf að láta reyna á það fyrir leikinn hvort Thomas Vermaelen, Bacary Sagna og Johan Djourou séu leikfærir.

Hjá United vantar Nemanja Vidic og Rafael sem eru meiddir og Rio Ferdinand er tæpur vegna meiðsla.

Leikir dagsins eru þessir:

12.00 Newcastle - Fulham
12.30 Tottenham - Manchester City
14.00 WBA - Stoke City
15.00 Manchester United - Arsenal

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert