Tévez spilar ekki meira hjá mér

Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Reuters

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði á fréttamannafundi í München rétt í þessu að Carlos Tévez myndi ekki spila meira undir sinni stjórn.

Tévez neitaði að fara inn á sem varamaður í leik liðsins við Bayern í Meistaradeild Evrópu og í leikslok staðfesti Mancini það í sjónvarpsviðtali. Hann fór síðan á fréttamannafund og var að vonum spurður meira út í það sem  gerðist.

„Hann er búinn að vera hjá mér, hann spilar ekki meira hjá mér. Ef ég fæ að ráða, fer hann frá félaginu. Gætuð þið ímyndað ykkur að leikmaður hjá Bayern München, AC Milan eða Manchester United myndi koma svona fram?" voru fyrstu viðbrögð Ítalans á fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert