Eggert Gunnþór hafnaði tilboði Hearts

Eggert Gunnþór í leik með íslenska landsliðinu gegn Kýpurbúum.
Eggert Gunnþór í leik með íslenska landsliðinu gegn Kýpurbúum. mbl.is

Landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur hafnað tilboði frá skoska liðinu Hearts um að gera nýjan samning en núgildandi samningur hans við Edinborgarliðið rennur út eftir tímabilið.

Eggert ku ekki hafa verið ánægður með tilboðið sem hann fékk frá Hearts og bíður hann nú eftir viðbrögðum frá forráðamönnum félagsins áður en hann tekur ákvörðun um framtíð sína.

,,Það hafa verið viðræður en við höfum ekki komist að samkomulagi,“ segir Ólafur Garðarsson umboðsmaður Eggerts við skoska blaðið Scotsman. ,,Boltinn hefur verið hjá Hearts um nokkra hríð. Það hafa verið viðræður og við höfum látið vita okkar skilmála en þeir hafa ekki svarað. Þetta var fyrir þremur vikum. Hearts bauð honum að framlengja samninginn en kjörin á þeim samningi voru ekki nógu góð,“ segir Ólafur.

Eggert Gunnþór, sem er 23 ára gamall Eskfirðingur, gekk í raðir Hearts frá Fjarðabyggð árið 2005 og hefur átt góðu gengi að fagna með Hearts og verið fastamaður í liðinu undanfarin ár.






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka