Brown tryggði United sigur með sjálfsmarki

Thomas Vermaelen skoraði annað mark Arsenal.
Thomas Vermaelen skoraði annað mark Arsenal. Reuters

Manchester United, Chelsea og Arsenal hrósuðu öll sigrum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Liverpool varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn nýliðum Swansea á Anfield.

Wes Brown, sem yfirgaf Manchester United fyrir tímabilið, reyndist örlagavaldurinn á Old Trafford en hann skoraði eina mark leiksins þegar hann skallaði boltann í eigið mark.

Arsenal vannfærandi sigur á WBA, 3:0 með mörkum frá Van Persie, Vermalen og Arteta.

Chelsea gerði góða ferð á Ewood Park en liðið hafði betur, 1:0, með marki frá Frank Lampard.

Bein textalýsing:

16:59 - Leikjunum fimm er lokið.

16:47 - Tvívegis á skömmum tíma hefur skollið hurð nærri hælum upp við mark Liverpool. Staðan í leik Liverpool og Swansea er enn, 0:0.

16:41 - MARK!! Norwich er ekki búið að játa sig sigrað. Steve Morison var að minnka muninn í 3:2.

16:32 - MARK!! Dagsrkánni er lokið á Emirates. Mikel Arteta var að skora og koma Arsenal í 3:0.

16:25 -  MARK!! Darren Bent var að skora sitt annað mark fyrir Aston Villa og koma sínum mönnum í 3:1.

16:18 - MARK!! Chelsea var að ná forystunni gegn Blackburn á Ewood Park. Frank Lampard skoraði mark Lundúnaliðsins.

16:13 - Chelsea gerði breytingu á liði sínu í hálfleiknum á móti Blackburn. Fernando Torres er kominn inná fyrir Florent Malouda.

16:10 - MARK!! Aston Villa er komið í 2:1 á móti Norwich. Gabriel Agbonlahor skoraði annað mark Villa.

16:05 - Seinni hálfleikur er hafinn í leikjunum.

15:48 - MARK!! Manchester United er komið í 1:0 á Old Trafford. Wes Brown skoraði markið fyrir United. Sjálfsmark gamla United mannsins sem lék með liðinu í 14 ár.

15:41 - MARK!! Arsenal er komið í 2:0 á Emirates. Thomas Vermaelen skoraði markið og gott gengi Arsenal virðist að halda áfram. Þetta er fyrsta mark belgíska varnarmannsins í tæp tvö ár.

15:40 - Englandsmeistarar Manchester United hafa ekki náð að brjóta á bak aftur sterkan varnarmúr Sunderland. Staðan á Old Trafford er því enn, 0:0.

15:30 - MARK!! Aston Villa var ekki lengi að kvitta. Darren Bent jafnaði metin fyrir Villa-liðið.

15:27 - MARK!! Nýliðar Norwich eru komnir í 1:0 gegn Aston Villa á Villa Park. Anthony Pilkington skoraði markið.

15:22 - MARK!! Arsenal er komið yfir á móti WBA. Hver annar en Robin van Persie skoraði markið. Þetta er 8. mark Hollendingsins í síðustu fjórum leikjum og er þá búinn að skora 29 mörk á árinu 2011.

15:22 - Stöðva þurfti leik Chelsea og Blackburn í sjö mínútur vegna meiðsla sem Petr Cech varð fyrir. Tékkinn fékk blóðnasir eftir samstuð. Hann heldur áfram keppni.

15:20 - Það er allt með kyrrum kjörum í úrvalsdeildinni. Ekkert mark hefur verið skorað í leikjunum fimm.

15:15 - Það er enn markalaust hjá Manchester United og Sunderland á Old Trafford. United tapaði síðast heimaleik klukkan 3 á laugardegi fyrir sex árum síðan. Fyrir leikinn á Old Trafford var tilkynnt að norðurstúkan á leikvanginum ber nú heitið Sir Alex Ferguson stúkan en Ferguson fagnar um helgina 25 ára starfsafmæli hjá United.

15:08 - Andy Carroll var nálægt því að koma Liverpool yfir á móti Swansea en skot framherjans fór í þverslánna.

15:00 - Flautað til leiks í leikjunum fimm í ensku úrvalsdeildinni. Mínútu þögn var fyrir leikina til minningar um látna hermenn.

Man Utd - Sunderland, 1:0 (leik lokið)

Man Utd: Lindegaard, Jones, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Fletcher, Rooney, Park, Welbeck, Hernandez. Varamenn: De Gea, Evans, Berbatov, Carrick, Fabio Da Silva, Valencia, Diouf.

Sunderland: Westwood, Bardsley, Brown, Turner, Richardson, Larsson, Cattermole, Colback, Sessegnon, Bendtner, Wickham. Varamenn: Carson, Gardner, Ji, Meyler, McClean, Elmohamady, Egan.

Blackburn - Chelsea, 0:1 (leik lokið)

Blackburn: Robinson, Lowe, Samba, Givet, Olsson, Rochina, Nzonzi, Pedersen, Hoilett, Formica, Yakubu. Varamenn: Bunn, Dunn, Petrovic, Blackman, Goodwillie, Vukcevic, Hanley.

Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Terry, Cole, Ramires, Mikel, Lampard, Mata, Sturridge, Malouda. Varamenn: Turnbull, Romeu, Torres, Meireles, Bosingwa, Lukaku, Kalou.

Liverpool - Swansea, 0:0 (leik lokið)

Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique, Henderson, Lucas, Adam, Downing, Carroll, Suarez. Varamenn: Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Spearing, Kelly, Bellamy.

Swansea: Vorm, Rangel, Monk, Williams, Taylor, Gower, Britton, Allen, Routledge, Graham, Dyer. Varamenn: Tremmel, Sinclair, Lita, Moore, Agustien, Richards, Moras.

Arsenal - WBA, 3:0

Arsenal: Szczesny, Jenkinson, Koscielny, Vermaelen, Andre Santos, Ramsey, Song, Arteta, Walcott, van Persie, Gervinho. Varamenn: Fabianski, Mertesacker, Rosicky, Park, Djourou, Arshavin, Benayoun.

West Brom: Foster, Reid, McAuley, Olsson, Jones, Morrison, Dorrans, Brunt, Cox, Gera, Thomas. Varamenn: Fulop, Tchoyi, Shorey, Mulumbu, Dawson, Thorne, Fortune.

Aston Villa - Norwich, 3:2 (leik lokið)

Aston Villa: Given, Hutton, Dunne, Collins, Warnock, N'Zogbia, Herd, Petrov, Heskey, Bent, Agbonlahor. Varamenn: Guzan, Jenas, Ireland, Albrighton, Delph, Clark, Cuellar.

Norwich: Ruddy, Naughton, Russell Martin, Barnett, Tierney, Bennett, Johnson, Hoolahan, Pilkington, Holt, Morison. Varamenn: Rudd, Crofts, Surman, Fox, Jackson, Wilbraham, De Laet.

Petr Cech fær aðhlynningu í leiknum gegn Blackburn en hann …
Petr Cech fær aðhlynningu í leiknum gegn Blackburn en hann fékk blóðnasir. Reuters
Leikmenn Manchester United og Sunderland hylla Sir Alex Ferguson fyrir …
Leikmenn Manchester United og Sunderland hylla Sir Alex Ferguson fyrir leikinn á Old Trafford í dag. Reuters
Andy Carroll í baráttu við Ashley Williams á Anfield.
Andy Carroll í baráttu við Ashley Williams á Anfield. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert