City með bestu byrjunina í úrvalsdeildinni

Leikmenn Manchester United hafa fagnað ótt og títt á tímabilinu.
Leikmenn Manchester United hafa fagnað ótt og títt á tímabilinu. Reuters

Manchester City sló met í ensku úrvalsdeildinni með sigrinum gegn Newcastle í fyrradag. Ekkert lið hefur byrjað betur frá stofnum ensku úrvalsdeildarinnar en í 12 leikjum hefur City unnið 11 og gert eitt jafntefli.

Þá er þetta metjöfnun í efstu deild. Tottenham lék sama leik tímabilið 1960/61 Manchester United 1985/86 og Liverpool 1990/91. Markatala Manchester City er hins vegar sú besta af liðunum fjórum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert