Villas-Boas: Desember gerir útslagið

André Villas-Boas.
André Villas-Boas. Reuters

André Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, er undir mikilli pressu þessa dagana vegna afleits gengis liðsins á öllum vígstöðvum. Hann segir að leikir Chelsea í desember muni gera útslagið um hvernig framhald tímabilsins verði hjá félaginu.

Chelsea er í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar, er í harðri baráttu um að komast áfram í Meistaradeild Evrópu og féll útúr deildabikarnum gegn Liverpool í gærkvöld en þar tapaði liðið í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjunum.

„Til að halda okkur í baráttunni um toppsæti úrvalsdeildarinnar þurfum við að fá sem mest útúr desemberleikjunum okkar. Ef okkur tekst það, getum við náð okkur vel á strik á ný, enda þótt við gætum að sjálfsögðu gert það líka síðar. En það hefur mikið að segja ef úrslitin í desember verða góð," sagði Villas-Boas á  vef félagsins.

„Við unnum tvö stig á mótherja okkar með því að vinna Wolves um síðustu helgi, sem var gott, en til að komast í baráttuna verðum við að ná í góð úrslit því við spilum við flest toppliðanna í desember," sagði Villas-Boas en Chelsea mætir Newcastle um næstu helgi og síðan bæði við Manchester City og Tottenham fyrir jólin, auk úrslitaleiksins við Valencia um að komast áfram í Meistaradeildinni.

„Ég er enginn spámaður og get ekki sagt fyrir um það sem gerist eftir áramótin. Bikarkeppnin og Meistaradeildin eru á dagskránni á næsta ári svo við vitum ekki um hvað við berjumst í mars og apríl. En ef desember gengur vel erum við komnir í baráttuna á ný

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert