Suárez gaf „puttann“

Luis Suarez í baráttu við tvo leikmenn Fulham.
Luis Suarez í baráttu við tvo leikmenn Fulham. Reuters

Luis Suárez framherji Liverpool er búinn að koma sér í frekari vandræði en til hans sást í gærkvöld þegar hann gaf stuðningsmönnum Fulham „puttann“ eftir leik Fulham og Liverpool á Craven Cottage í gær.

Suárez, sem er til rannsóknar eftir kæru Patrice Evru leikmanns Manchester United fyrir kynþáttafordóma, fékk ekki góðar kveðjur frá stuðningsmönnum Fulham allan leikinn en þeir sökuðu hann um leikaraskap. Suaréz missti svo þolinmæðina gagnvart stuðningsmönnunum þegar hann gekk af velli og setti „puttann“ á loft. Suárez og félagar töpuðu leiknum, 1:0, en löglegt mark var tekið af Úrúgvæanum snjalla í seinni hálfleik.

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool var ekki ánægður með þá meðferð sem Úrúgvæinn fékk í leiknum en stuðningsmenn Fulham ögruðu honum og létu hann fá það óþvegið.

„Hneyksli. Ég vil að þið skrifið það í blöðin en þið skrifið það sem þið viljið skrifa,“ sagði Dalglish þegar hann var spurður út í meðferðina sem Suárez fékk frá stuðningsmönnum Fulham.

„Við munum vernda Luiz eins vel og við getum en ég held að það sé kominn tími til hann fái smá frið frá sumu fólki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert