100. tap Arsenal undir stjórn Wengers

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Reuters

Arsenal tapaði 100. leiknum í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Arsene Wengers þegar liðið lá fyrir nýliðum Swansea á Liberty Stadium í dag. Wenger var óhress með vítaspyrnudóminn og varnarleik sinna manna.

,„Ég skil ekki enn hvernig dómarinn gat dæmt vítaspyrnu en við gerðum okkur líka seka um varnarmistök sem við hefðum ekki átt að gera. Í stöðunni 2:2 vissum við að við gætum skorað þriðja markið en það er mikilvægt að gera ekki mistök. En það er ekki gott að útskýra hvað gerðist. Þetta er ótrúlegt og það sama gerðist nú og í leiknum á móti Fulham á dögunum,“ sagði Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert