Glæsimörk Gylfa tryggðu Swansea sigur

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Reuters

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæsileg mörk fyrir Swansea í dag þegar liðið vann 2:0 útisigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Topplið Manchester City vann öruggan 2:0 sigur á Bolton en starf André Villas-Boas er í enn meiri hættu eftir að Chelsea tapaði 1:0 fyrir WBA. Sex leikjum var að ljúka.

QPR og Everton gerðu 1:1 jafntefli líkt og Blackburn og Aston Villa. Loks vann Stoke sigur á Norwich, 1:0.

Manchester City er nú með fimm stiga forskot á Manchester United, sem sækir Tottenham heim á morgun.

Bolton og Wigan eru með 20 stig í neðstu tveimur sætunum en þar fyrir ofan koma QPR, Wolves og Blackburn með 22 stig, en Wolves á leik til góða við Fulham. Swansea er í 14. sæti með 33 stig.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

Blackburn - Aston Villa 1:1.
(David Dunn 85. - Charles N'Zogbia 24.)

Manch. City - Bolton 2:0.
(Gael Clichy 23., Mario Balotelli 69.)

QPR - Everton 1:1.
(Bobby Zamora 36. - Royston Drenthe 31.)

Stoke City - Norwich 1:0.
(Matthew Etherington 72.)

WBA - Chelsea 1:0.
(Gareth McAuley 82.)

Wigan - Swansea 0:2.
(Gylfi Þór Sigurðsson 45., 54.)

16.44 - WBA komst yfir gegn Chelsea, 1:0, þegar Gareth McAuley kom boltanum í netið eftir harða atlögu í kjölfar hornspyrnu. David Dunn var að jafna fyrir Blackburn gegn Aston Villa og þótti það afar verðskuldað.

16.29 - Matthew Etherington var að brjóta ísinn fyrir Stoke gegn Norwich.

16.27 - Man. City komst í 2:0 gegn Bolton þegar Mario Balotelli skoraði næsta auðveldlega eftir góðan undirbúning Adam Johnson sem klóraði sig einhvern veginn í gegnum vörn Bolton og gaf svo hælsendingu á Ítalann.

16.22 - Brendan Rodgers stjóri Swansea brást skjótt við rauða spjaldinu sem Dyer fékk og setti Alan Tate inná í stað Gylfa. Góðar 62 mínútur hjá Gylfa sem verður nú að treysta á liðsfélaga sína svo mörkin hans tvö telji til sigurs á Wigan.

16.20 - Swansea er í góðri stöðu þökk sé Gylfa en liðsfélagi hans, Nathan Dyer, var að fá rauða spjaldið nú þegar hálftími er eftir af leiknum.

16.18 - Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora annað mark fyrir Swansea sem er 2:0 yfir gegn Wigan. Markið skoraði Gylfi úr aukaspyrnu yfir varnarvegg Wigan og í hornið hjá varnarlausum Ali Al-Habsi markverði.

15.55 - Nú er komið hlé í leikjunum sex. Swansea er 1:0 yfir gegn Wigan, Man. City 1:0 yfir gegn Bolton, og Aston Villa 1:0 yfir gegn Blackburn. Markalaust er hjá Stoke og Norwich, sem og hjá WBA og Chelsea, og staðan 1:1 hjá QPR og Everton.

15.53 - Gylfi Þór Sigurðsson kom Swansea yfir gegn Wigan með stórglæsilegu marki! Hann fékk boltann nærri vítateigsboganum og spyrnti honum í boga efst í hægra markhornið. Sannkallað draumamark!

15.39 - QPR jafnaði metin gegn Everton, 1:1, þegar Bobby Zamora skallaði boltann inn eftir aukaspyrnu frá Akos Buzsaky.

15.33 - Everton komst yfir gegn QPR á útivelli þegar Hollendingurinn Royston Drenthe skilaði stungusendingu frá Steven Pienaar alla leið í netið af 25 metra færi. Á sama tíma var Gylfi Þór að búa til upplagt færi fyrir Nathan Dyer í leik Swansea og Wigan en markvörður Wigan varði.

15.25 - Topplið Man. City komst yfir gegn Bolton þegar bakvörðurinn Gael Clichy átti skot utan vítateigsins vinstra megin sem Grétar Rafn Steinsson skallaði í netið. Óvíst er á hvorn markið verður skráð. Charles N'Zogbia kom á sama tíma Aston Villa yfir gegn Blackburn.

15.05 - Fleiri byrja með látum því Tim Cahill hjá Everton þrumar í þverslána á marki QPR á 3. mínútu á Loftus Road!

15.04 - Mario Balotelli gerir vart við sig hjá Manchester City og skýtur í stöng gegn Bolton á 2. mínútu.

15.00 - Leikirnir eru hafnir.

Neðstu lið fyrir leikina: Wolves 22, QPR 21, Blackburn 21, Bolton 20, Wigan 20.

Efstu lið fyrir leikina: Man. City 63, Man. Utd 61, Tottenham 53, Arsenal 49, Chelsea 46, Newcastle 43, Liverpool 39.

Liðin eru þannig skipuð í dag:

Wigan: Al Habsi, Alcaraz, Boyce, Caldwell, Figueroa, Gomez, McArthur, McCarthy, Beausejour, Sammon, Di Santo.
Varamenn: Kirkland, Crusat, Ben Watson, Moses, Rodallega, Diame, Stam.
Swansea: Vorm, Taylor, Williams, Caulker, Rangel, Britton, Allen, Gylfi, Dyer, Sinclair, Graham.
Varamenn: Tremmel, Tate, Routledge, Monk, McEachran, Moore, Gower.

Man City: Hart, Zabaleta, Kompany, Lescott, Clichy, Toure Yaya, Barry, Johnson, Pizarro, Nasri, Balotelli.
Varamenn: Pantilimon, Milner, Dzeko, Kolarov, Aguero, Silva, Toure.
Bolton: Bogdan, Grétar, Knight, Wheater, Ricketts, Mark Davies, Reo-Coker, Ream, Pratley, Miyaichi, Ngog.
Varamenn: Jaaskelainen, Robinson, Muamba, Eagles, Petrov, Klasnic, Sordell.

West Brom: Foster, Reid, McAuley, Olsson, Ridgewell, Andrews, Mulumbu, Morrison, Odemwingie, Fortune, Thomas.
Varamenn: Fulop, Long, Brunt, Dorrans, Shorey, Tamas, Cox.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Luiz, Cahill, Cole, Ramires, Essien, Lampard, Sturridge, Drogba, Mata.
Varamenn: Turnbull, Romeu, Torres, Mikel, Malouda, Meireles, Hutchinson.

Blackburn: Robinson, Orr, Dann, Hanley, Martin Olsson, Petrovic, Nzonzi, Pedersen, Formica, Hoilett, Yakubu.
Varamenn: Bunn, Dunn, Modeste, Marcus Olsson, Goodwillie, Vukcevic, Henley.
Aston Villa: Given, Hutton, Collins, Cuellar, Warnock, Petrov, Herd, Albrighton, Ireland, N'Zogbia, Agbonlahor.
Varamenn: Guzan, Heskey, Bannan, Weimann, Lichaj, Baker, Gardner.

QPR: Kenny, Onuoha, Ferdinand, Hill, Traore, Derry, Barton, Wright-Phillips, Buzsaky, Taarabt, Zamora.
Varamenn: Cerny, Gabbidon, Bothroyd, Mackie, Young, Smith, Taiwo.
Everton: Howard, Hibbert, Heitinga, Distin, Baines, Drenthe, Fellaini, Neville, Pienaar, Cahill, Stracqualursi.
Varamenn: Mucha, Jagielka, Jelavic, Gueye, Barkley, Osman, Coleman.

Stoke: Begovic, Wilkinson, Shawcross, Huth, Wilson, Shotton, Whelan, Whitehead, Etherington, Walters, Crouch.
Varamenn: Sorensen, Jones, Fuller, Diao, Pennant, Upson, Jerome.
Norwich: Ruddy, Martin, Ward, Whitbread, Naughton, Pilkington, Howson, Johnson, Elliott Bennett, Surman, Holt. Varamenn: Steer, Morison, Jackson, Hoolahan, Fox, Wilbraham, Ryan Bennett.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert