Heynckes: Drogba er framúrskandi leikari

Jupp er ekki alveg sáttur við Didier.
Jupp er ekki alveg sáttur við Didier. Reuters

Jupp Heynckes, þjálfari FC Bayern, skóf ekkert utan af því á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út í Didier Drogba, framherja Chelsea, en liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Heynckes viðurkennir að Fílabeinsstrendingurinn sé öflugur framherji en hann geri of mikið úr brotum á vellinum.

„Drogba hefur núna í mörg ár verið einn af bestu framherjum ensku úrvalsdeildarinnar og er svo sannarlega hættulegur. Hann getur skorað hvenær sem er,“ sagði Heynckes og talaði svo um leikaraskapinn.

„Stundum gerir hann svolítið mikið úr hlutunum. Stundum er hann alveg framúrskarandi leikari á vellinum,“ segir Jupp Heynckes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert