Gerrard reiður

Steven Gerrard í baráttu við leikmann Belga á Wembley á …
Steven Gerrard í baráttu við leikmann Belga á Wembley á laugardaginn. AFP

Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segist vera reiður yfir því hversu margir lykilleikmenn hafa helst úr lestinni fyrir átökin á Evrópumótinu í knattspyrnu sem hefst í Úkraínu og Póllandi um næstu helgi.

Í gær varð Gary Cahill að draga sig út úr landsliðshópnum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Belgum á laugardaginn en áður höfðu þeir John Ruddy, Gareth Barry og Frank Lampard helst úr lestinni vegna meiðsla.

„Það er mikill missir að Gary því frammistaða hans með Chelsea síðustu mánuði hefur verið mjög góð. Við þurftum á honum að halda. Ég er reiður yfir því að við höfum misst nokkra öfluga leikmenn nú þegar stutt er í að Evrópumótið hefjist,“ segir Gerrard en Englendingar mæta Frökkum í fyrsta leiknum á EM eftir eina viku.

„Til að gera vel á móti sem þessu þarftu að hafa þína bestu leikmenn og að hafa misst leikmenn eins og Gary, Barry og Lampard er mikil blóðtaka,“ segir fyrirliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert