Laudrup: Vil gjarnan halda Gylfa hjá Swansea

Gylfi Þór.
Gylfi Þór. Ljósmynd/swanseacity.net

Michael Laudrup, nýráðinn knattspyrnustjóri Swansea, sagði við fréttamenn í dag að hann vildi gjarnan semja við Gylfa Þór Sigurðsson um að leika með liðinu en Daninn var í dag kynntur til leiks sem knattspyrnustjóri velska liðsins.

„Þetta er sérstakt mál. Sigurðsson var hér í láni og stóð sig mjög vel. Hann á möguleika á að fara í annað lið en er í eigu félags í Þýskalandi. Ég vil gjarnan hafa hann hjá Swansea því hann gerði það mjög gott með liðinu,“ sagði Laudrup við fréttamenn.

Laudrup hefur ekki í hyggju að gera miklar breytingar á leikmannahópi Swansea fyrir næstu leiktíð.

„Það er engin skynsemi í því að ætla að kaupa sjö til átta leikmenn,“ segir Laudrup, sem kemur til Swansea eftir að hafa spreytt sig sem þjálfari hjá Bröndby, Getafe, Spartak Moskva og Real Mallorca.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert