Moura var búinn að samþykkja tilboð United

Moura er í liði Braslíu á Ólympíuleikunum.
Moura er í liði Braslíu á Ólympíuleikunum. AFP

Lucas Moura, Brasilíumaðurinn ungi sem PSG stal fyrir framan nefið á Manchester United, átti ekkert eftir annað en að skrifa undir samninginn hjá United þegar frönsku milljarðamæringarnir mættu með betra tilboð.

„Það var allt komið á hreint milli Sao Paulo og Manchester United. Það var búið að ganga frá samningum og ekkert átti eftir að gera nema skrifa undir. En þá hringdi Leonardo í mig og bað um að fá að tala við Lucas,“ segir umboðsmaður Moura, Wagner Ribeiro, í viðtali við UOL.

Brasilíumaðurinn Leonardo er yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG en hann er fyrrverandi landsliðsmaður Brasilíu og þjálfaði síðast AC Milan og Inter.

„Þeir (Leonardo og Lucas) töluðu saman. Það hjálpaði Leonardo að vera Brasilíumaður. Hann var mjög mjúkur í orðum við Lucas.“

„Það heillaði Lucas meira að búa í París en í Manchester en það er mun meira heillandi borg. En aðalatriðið var það verkefni sem er í gangi hjá PSG. Það heillaði Lucas,“ segir Ribeiro.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert