Vita hvernig stjóri á að taka við af Ferguson

Sir Alex Ferguson hefur verið hjá Man. Utd frá árinu …
Sir Alex Ferguson hefur verið hjá Man. Utd frá árinu 1986. AFP

Eigendur Manchester United hafa ákveðið hvers konar knattspyrnustjóra þeir vilja fá til félagsins þegar Sir Alex Ferguson hættir en vonast til að þess verði enn langt að bíða. Ferguson verður 71 árs gamall á nýársdag en talið er fullvíst að hann verði hættur fyrir 75 ára aldur.

Ed Woodward, varaformaður stjórnar United, segir í samtali við The Sun að áætlanir vegna ráðningu nýs stjóra séu tilbúnar.

„Við höfum gert upp hug okkar varðandi það hvernig stjóra við viljum sem og varðandi það hvernig og hvenær við náum í þann stjóra. Þær áætlanir eru geymdar ofan í skúffu og megi þær hvíla þar sem lengst,“ sagði Woodward sem segir Ferguson fá fullan stuðning við kaup á leikmönnum.

„Sir Alex Ferguson hefur fengið okkar stuðning varðandi hvern einasta leikmann sem hann hefur viljað kaupa. Sumum höfum við misst af en við höfum aldrei sagt að leikmaður sé of dýr fyrir okkur. Robin van Persie er gott dæmi. Hann er einn besti leikmaður heims og við gátum auðveldlega ráðið við að fá hann,“ sagði Woodward.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert