Aðstoðardómararnir geta bjargað eða hengt Clattenburg

Mark Clattenburg gæti verið í vondum málum.
Mark Clattenburg gæti verið í vondum málum. AFP

Dómarinn Mark Clattenburg liggur undir grun fyrir að hafa beitt leikmenn Chelsea kynþáttaníði í leik liðsins gegn Manchester United í gær.

Graham Poll, fyrrverandi úrvalsdeildardómari, segir að aðstoðardómarar leiksins munu gegna lykilhlutverki í rannsókn málsins.

„Hljóðnemi dómarans er alltaf opinn. Aðstoðardómararnir heyra allt sem hann segir. Þannig ef Mark sagði eitthvað þá heyrðu aðstoðardómararnir það,“ segir Graham Poll sem er ekki óvanur sviðsljósinu sjálfur.

„Ef eitthvað hefur verið sagt sem tengist kynþáttaníði finnst mér að það eigi að tilkynna það og ég held að aðstoðardómararnir muni tala ef svo hefur verið. Það er ekkert pláss fyrir svona lagað í fótboltanum,“ segir Graham Poll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert