Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal í 12 marka leik

Theo Walcott er hér að skora eitt af þremur mörkum …
Theo Walcott er hér að skora eitt af þremur mörkum sínum. AFP

Arsenal tryggði sér í kvöld á hreint ótrúlegan hátt sæti í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Reading á útivelli, 7:5.

Arsenal byrjaði leikinn hörmulega og var lent undir, 4:0, eftir 37 mínútur. Jason Roberts, Mikele Leighterwood og Noel Hunt skoruðu fyrir Reading auk þess sem Laurent Koscielny setti boltann í eigið net.

Theo Walcott minnkaði muninn rétt fyrir lok hálfleiks og Oliver Giroud og Laurent Koscielny skoruðu svo á 64. og 89. mínútu. Það var svo Theo Walcott sem tryggði Arsenal framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið, 4:4, á sjöttu mínútu í uppbótartíma.

Í framlengingunni kom Marouane Chamakh Arsenal yfir en Rússinn Pavel Pogrebnyak jafnaði metin, 5:5. Það var síðan á lokamínútum framlengingarinnar sem Walcott og Chamakh innsigluðu sigur Arsenal með tveimur mörkum í leik sem lengi verður í minnum hafður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert