Ferguson: Röng ákvörðun að láta markið standa

Mike Dean bendir á miðjupunktinn og leikmenn Newcastle fagna.
Mike Dean bendir á miðjupunktinn og leikmenn Newcastle fagna. AFP

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn á Newcastle í dag, 4:3, að annað mark Newcastle, sjálfsmarkið sem Jonny Evans skoraði, hefði aldrei átt að standa.

Aðstoðardómarinn veifaði rangstöðu á Papiss Cissé en eftir fundahöld benti dómarinn Mike Dean á miðju. Hann fékk m.a. mikið hrós fyrir það frá Graham Poll, fyrrverandi milliríkjadómara.

„Ég tel að það hafi verið rangur dómur að dæma sjálfsmarkið  gilt. Ef þið skoðið þetta betur þá er maðurinn rangstæður, og togar líka í höndina á Jonny Evans. Ef það hefur ekki áhrif á leikinn - hvað hefur þá áhrif á leikinn?" sagði Ferguson við Sky Sports.

„Desember er alltaf mikill mánuður. Við töpuðum tveimur stigum í Swansea en bættum fyrir það í dag. Þetta var meistaraframmistaða,“ sagði Ferguson, og staðfesti jafnframt að Wayne Rooney væri tognaður á liðbandi í hné og yrði ekki með í 2-3 vikur.

„Við erum að verða skotvopnalausir,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert