Tévez í akstursbann - Skildi ekki bréf lögreglu

Carlos Tévez þarf nú að fá far á æfingar.
Carlos Tévez þarf nú að fá far á æfingar. AFP

Argentínumaðurinn Carlos Tévez, leikmaður Manchester City, hefur verið sviptur ökuréttindum næsta hálfa árið. Bifreið hans mældist tvívegis á ólöglegum hraða en Tévez segist í hvorugt skiptið hafa verið við stýrið. 

Hann svaraði hins vegar ekki bréfum lögreglunnar og hefur því verið settur í bann og þarf að greiða 1.540 pund í sektir.

Lögmaður Argentínumannsins, Gwyn Lewis, segir að Tévez, sem hefur leikið á Englandi í sjö ár, hafi einfaldlega ekki skilið að bréfin væru frá lögreglunni. Þar mun enska orðið „constabulary“ hafa skipt sköpum, en það er notað í titli sumra lögregluumdæma í Bretlandi.

„Hann skilur orðið „lögregla“ [e. police] en ekki þessi flóknari orð. Bréfin eru send frá Cheshire-umdæminu [Cheshire Constabulary] og orðið „lögregla“ sést hvergi á þeim,“ sagði Lewis.

Tévez er ekki með breskt bílpróf heldur argentínskt, en það dugar honum fyrstu tólf mánuðina eftir komu til Bretlands frá Argentínu, þar sem Tévez dvaldi um skeið síðasta vetur. Lewis segir erfitt fyrir Tévez að ná breska bílprófinu þar sem bóklegi hluti þess fari fram á ensku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert