Ferguson: Erum ekki eins manns lið

Robin van Persie er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Robin van Persie er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Sir Alex Ferguson gefur lítið fyrir þær raddir sem segja Manchester United orðið að „eins manns liði“, svo mikið treysti það á hollenska markaskorarann Robin van Persie. Van Persie hefur skorað 10 mörk í síðustu 10 leikjum með United og frammistaðan er engu síðri en á síðustu leiktíð þegar hann var aðalmaðurinn í liði Arsenal.

„Ég er ekki sammála því að við séum orðnir að eins manns liði. Það var þannig um tíma hjá okkur áður fyrr að einn maður bar liðið á herðum sér. Eric Cantona hélt okkur uppi með mörkum sínum á meðan að aðrir náðu sér ekki á strik,“ sagði Ferguson við United Review.

„Hlutirnir eru öðruvísi núna. Javier Hernández hefur skilað 12 mörkum og Wayne Rooney er kominn með 9. Tveir varnarmenn, Johnny Evans og Patrice Evra, hafa samtals skilað 8 mörkum þannig að það þýðir lítið að halda því fram að við séum eins manns lið sem stóli of mikið á Robin van Persie, eins frábær og hann er í að leggja upp og skora mörk. Hann nýtur sín til fulls hérna. Hann er rétti leikmaðurinn, hjá rétta félaginu á réttum tíma,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert