Leeds skellti Gylfa Þór og félögum í bikarnum

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði 57 mínútur í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði 57 mínútur í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham eru úr leik í enska bikarnum í fótbolta eftir tap gegn B-deildarliðinu Leeds, 2:1, á útivelli í dag.

Luke Varney og Ross McCormack skoruðu mörk Leeds en Clint Dempsey skoraði mark gestanna í Tottenham.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 57 mínútur leiksins og náði einum ágætum skalla á mark Leeds.

90.+5 LEIK LOKIÐ. Tottenham fékk aukaspyrnu á síðustu sekúndunum og mættu allir leikmenn liðsins inn á teiginn, líka Brad Frieldel, markvörður. Leikmenn Leeds komu boltanum burt en í þann mund sem El Hadji Diouf gerði sig líklegan til að sparka boltanum í netið af 60 metra færi flautaði dómarinn til leiksloka. Uppgefinn uppbótartími var þá liðinn og rúmlega það. Boltinn rúllaði samt sem áður alla leið í markið en það gildir ekki. Sigur Leeds í höfn, 2:1.

90. John Obika kemst í dauðafæri eftir frábæra sendingu Assou-Ekotto fram völlinn en hann er aðeins of lengi að athafna sig og Leeds-arar bjarga í horn.

78. Tottenham reynir hvað það getur að jafna metin en Leeds verst vel. Heimamenn beita skyndisóknum sem verða hættulegri með hverri mínútunni því það eru alltaf færri og færri í vörninni hjá Tottenham.

59. Gylfi Þór Sigurðsson er tekinn af velli og inn á kemur Moussa Dembélé.

58. MARK! - 2:1. Tottenham minnkar muninn. Gareth Bale gefur boltann fyrir frá vinstri og Clint Dempsey skorar með flottum skalla.

50. MARK! - 2:0. Heimamenn komnir í góða stöðu. El-Hadji Diouf gefur boltann fram völlinn á Ross McCormack sem leikur á einn varnarmann Tottenham og skorar með föstu skoti í fjærhornið.

46. Seinni hálfleikur hafinn.

45. HÁLFLEIKUR.

43. Gylfi Þór þarfnast aðhlynningar eftir brot Rondolphs Austins. Snertingin var ekki mikil en Gylfi virtist hafa meitt sig nokkuð. Hann stendur á fætur og heldur leik áfram.

33. Tottenham sækir meira en gengur illa að skapa sér góð færi. Gareth Bale komst næst því að skora áðan en Jamie Ashdown varði skot hans úr þröngu færi.

15. MARK! - 1:0. Luke Varney sleppur einn í gegn eftir mistök Kyle Naughtons í vörninni. Hann brunar að marki og leggur knöttinn snyrtilega í fjærhornið framhjá Friedel í markinu.

7. Gylfi Þór Sigurðsson kemst í færi en skalli hans er ekki nægilega fastur og er auðveldlega varinn.

1. Leikur hafinn.

Leeds: Ashdown, Byram, Peltier, Lees, White, Green, Brown, Austin, Varney, Diouf, McCormack.
Tottenham: Friedel, Naughton, Caulker, Vertonghen, Assou-Ekotto, Huddlestone, Parker, Lennon, Bale, Gylfi Þór Sigurðsson, Dempsey. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert