Mancini: Þeir skilja ekki fótbolta

Mancini hefur engar áhyggjur.
Mancini hefur engar áhyggjur. AFP

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir þá sem halda að starf hans sé í hættu um helgina hreinlega ekki skilja fótbolta.

Sumir telja að Mancini verði rekinn tapi liðið fyrir Leeds í enska bikarnum á sunnudaginn en liðið er nú þegar fallið úr leik í Meistaradeildinni og er tólf stigum á eftir nágrönnunum í United í deildinni.

„Það fólk sem talar svona skilur ekki fótbolta,“ sagði Mancini á blaðamannafundi í dag.

„Ef Manchester City ætti að reka mig ættu hin 20 liðin í úrvalsdeildinni einnig að vera án knattspyrnustjóra,“ sagði Roberto Mancini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert