Suárez: Liverpool verður að hlusta

Suárez gæti farið til Real í sumar.
Suárez gæti farið til Real í sumar. AFP

Luis Suárez, leikmaður Liverpool, er af mörgum talinn á útleið hjá félaginu en hann hefur þó ekki beðið um að vera seldur. Real Madrid er sagt á höttunum eftir Úrúgvæjanum og vill framherjinn að Liverpool hlusti á þau tilboð sem berast í hann.

Suárez hefur greint frá áhuga sínum að ganga í raðir Real Madrid en verði hann áfram á Englandi hefur hann leiktíðina þar í sex leikja banni.

„Fyrst og fremst er ég með samning við Liverpool,“ segir Suárez við Marca. „En ef ég vil einn daginn fara til annars liðs þarf Liverpool að hlusta á tilboðið eins og það gerir við aðra leikmenn.“

„Liverpool þarf að komast að samkomulagi við hitt liðið en orð leikmannsins, mín í þessu tilfelli, eru mikilvæg. Ef leikmaðurinn telur sig þurfa breytingu þarf að hlusta á hann.“

„Allir leikmenn vilja vera sá besti. Ef þið spyrjið átta ára barn í dag myndi það segjast einn daginn vilja spila fyrir Barcelona eða Real Madrid,“ segir Luis Suárez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert