Wenger: Erum tilbúnir að berjast

Arsene Wenger á hliðarlínunni í dag.
Arsene Wenger á hliðarlínunni í dag. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að vonum ánægður eftir 1:0 útisigurinn á Newcastle í dag sem tryggði liðinu efsta sæti deildarinnar á ný.

„Þetta var mjög ánægjulegur sigur og ég held að við höfum komið mörgum á óvart enda er þetta erfiður útivöllur. Við höfum nú spilað tvo útileiki á stuttum tíma og unnið þá báða og við viljum byggja á því. Eins og menn sjá erum við tilbúnir að berjast. Við höldum baráttunni á toppnum áfram og reynum alltaf að bæta okkur,“ sagði Wenger.

Mesut Özil gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en það kom ekki að sök.

„Hann [Özil] glímir við meiðsli á öxl. Ég held hann verði ekki orðinn klár í næsta leik gegn Cardiff á miðvikudaginn, en vonandi eftir það, við verðum að sjá til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert