Nokkrir eru í óvissu

Gunnar Steinn Jónsson, sem sló í gegn með íslenska landsliðinu …
Gunnar Steinn Jónsson, sem sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM, er með lausan samning við Nantes í Frakklandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég veit ekkert hvað tekur við í vor hjá mér. Framtíðin er í óvissu nema hvað það virðist ljóst að ég verð ekki áfram hjá Paris,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, einn besti leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik á Evrópumeistaramótinu.

„Ég er að skoða í kringum mig og er opinn fyrir flestu. Væri alveg til í að vera á svipuðum slóðum áfram. Það hefur hinsvegar ekkert komið upp á borðið hjá mér ennþá,“ sagði Ásgeir Örn sem lýkur tveggja ára samningi sínum við franska meistaraliðið Paris Handball við lok leiktíðar í vor.

Síðustu daga hefur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, verið orðaður við Barcelona, bæði í fjölmiðlum í Katalóníu og í Þýskalandi. Þá tengdi danska Ekstra Bladet Guðjón Val við pólsku meistarana Vive Kielce á dögunum. Legið hefur fyrir um nokkurt skeið að Guðjón Valur leikur a.m.k. ekki áfram hjá þýska meistaraliðinu Kiel.

Sjá nánari umfjöllun um mál þessi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert