Útilokar Manchester United

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hefur útilokað að hann verði næsti stjóri Manchester United.

„Auðvitað ekki,“ sagði Mourinho við fréttamenn þegar hann var spurður að því hvort hann kæmi til greina sem næsti stjóri Manchester United. „Hvernig getur nokkrum manni dottið það í hug. Ég fór frá Real Madrid til að taka sérstaklega við Chelea. Í gerði fjögurra ára samning við Chelsea. Í sagði félaginu að hafa ekki áhyggjur af mér því ég vil ekki fara frá því,“ sagði Mourinho.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert