Keppinautur Alfreðs til Southampton

Graziano Pellé, til hægri, í leik með Feyenoord.
Graziano Pellé, til hægri, í leik með Feyenoord. epa

Enska knattspyrnufélagið Southampton gekk í dag frá kaupum á ítalska framherjanum Graziano Pellé frá Feyenoord í Hollandi og samdi við hann til þriggja ára.

Pellé varð næstmarkahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar síðasta vetur, næstur á eftir Alfreð Finnbogasyni, og gerði 55 mörk í 66 leikjum fyrir Feyenoord á undanförnum tveimur árum. Þar lék hann undir stjórn Ronalds Koemans, sem nú er orðinn knattspyrnustjóri Southampton og var fljótur að krækja í sinn mann.

Pellé kom til Feyenoord frá Parma á Ítalíu fyrir tveimur árum. „Hann er hávaxinn sóknarmaður sem er mjög hreyfanlegur og fljótur. Hann gefur liði sínu sjálfstraust með því að halda boltanum vel," sagði Koeman á vef Southampton.

Þar með hefur Southampton keypt tvo leikmenn síðustu daga en fyrir helgina krækti félagið í Dusan Tadic frá Twente, sem varð fjórði markahæstur í Hollandi í vetur. Áður hafði Southampton sópað að sér fjármagni með því að selda Adam Lallana og Rickie Lambert til Liverpool og Luke Shaw til Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert