Evra hefði tekið við sem fyrirliði

Patrice Evra var í liði Frakklands á heimsmeistaramótinu.
Patrice Evra var í liði Frakklands á heimsmeistaramótinu. AFP

Franski bakvörðurinn Patrice Evra gekk formlega í dag til liðs við Juventus á Ítalíu, en hann kemur frá Manchester United. Evra segir að hann hefði verið skipaður fyrirliði ef hann hefði verið áfram á Old Trafford.

Hinn 33 ára gamli Evra spilaði 379 leiki með Man Utd og skoraði 10 mörk, en hann kom til liðsins árið 2006. Honum var tjáð að hann mætti fara eftir komu Luke Shaw frá Southampton, en þegar Louis van Gaal tók við vildi hann halda franska bakverðinum.

„Man Utd vildu halda mér og gera mig að fyrirliða. Van Gaal var vonsvikinn að sjá á eftir mér, en ég var búinn að ákveða mig,“ sagði Evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert