Wenger: Leið til að fara fram hjá reglunum?

Arsène Wenger.
Arsène Wenger. AFP

Arsène Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal,er ekki viss um að lánssamningur Franks Lampards til Manchester City frá New York City sé réttmætur en félögin eru að stórum hluta í höndum sömu eigenda.

Lampard mun ganga til liðs við City á sex mánaða lánssamning. City fékk á síðustu leiktíð sekt upp á 49 milljónir punda fyrir það að hafa brotið reglur UEFA hvað varðar peningaeyðslu en félög mega ekki eyða meira en þau fá í tekjur til lengri tíma.

„Er þetta til þess að fara fram hjá reglunum? Ég veit það ekki,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í gær.

„Það lítur út fyrir að öll þessi „City“-félög muni fóðra aðalfélagið, Manchester City. Ég hef heyrt að þeir vilji kaupa fimm félög út um allan heim,“ sagði Wenger en félög tengd eigendum Manchester City eru meðal annars Melbourne City í Ástralíu, Yokohama F Marionos í Japan ásamt Manchester og New York City.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert