Ekkert heyrt frá QPR

Kolbeinn Sigþórsson er enn leikmaður Ajax en það gæti breyst …
Kolbeinn Sigþórsson er enn leikmaður Ajax en það gæti breyst fyrir mánaðamótin. mbl.is/Eggert

„Ég sé bara til hvað gerist á næstu dögum og vikum. Það er í rauninni ekkert í gangi sem stendur og á meðan einbeiti ég mér bara að því að spila með Ajax. Það getur verið að ég fari frá félaginu en það getur líka verið að ég verði um kyrrt. Maður veit aldrei hvað gerist á síðustu dögunum áður en félagaskiptaglugginn lokast,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji hollenska meistaraliðsins Ajax og íslenska landsliðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Kolbeinn hefur verið sagður á förum frá Ajax og hefur meðal annars verið sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarliðið QPR, sem er nýliði í deildinni.

„Við höfum ekkert heyrt frá QPR né talað við menn frá því félagi. Þessar fréttir í ensku blöðunum hafa bara verið uppspuni,“ sagði Kolbeinn, en hann lék allan tímann í 3:1 útisigri liðsins á móti AZ Alkmaar í gær. Kolbeinn var nálægt því að skora þegar hann átti skalla í slá en hann lagði upp þriðja mark sinna manna undir lok leiksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert