Í fyrsta sinn í 30 ár

Louis Van Gaal fylgist með sínum mönnum í leiknum á …
Louis Van Gaal fylgist með sínum mönnum í leiknum á móti Leicester. AFP

Í fyrsta sinn í 30 ár gerðist það á sunnudaginn þegar Manchester United tapaði fyrir Leicester að United tapaði leik eftir að hafa náð tveggja marka forskoti.

Þetta gerðist aldrei í tíð Sir Alex Ferguson þegar hann var með liðið frá 1986 til 2013 en gerðist síðast í leik á móti Nottingham Forest árið 1984.

Louis van Gaal stjóri Manchester United á nú þann vafasama heiður að hafa stýrt United-liðið sem hefur fengið fæst stig eftir fimm umferðir frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar 1992/93. Manchester-liðið hefur aðeins 5 stig og það er ekki eins og liðið hafi mætt einhverjum stórliðum. Þau eru (Swansea), (Sunderland), (Burnley), (QPR) og (Leicester).

Eftir jafnmarga leiki á síðustu leiktíð var Manchester United komið með 7 stig undir stjórn David Moyes. Versti árangur Sir Alex voru 6 stig eftir fimm leiki en liðið endaði aldrei neðar en í þriðja sæti í úrvalsdeildinni undir hans stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert