Berahino valinn í landsliðið

Saido Berahino í leik á móti Manchester United.
Saido Berahino í leik á móti Manchester United. AFP

Saido Berahino framherjinn skæði í liði WBA er í landsliðshópi Englendinga sem Roy Hodgson landsliðsþjálfari er þessa stundina að kynna á fréttamannafundi hjá enska knattspyrnusambandinu en Englendingar mæta Slóvenum og Skotum á næstunni.

Berahino er 21 árs gamall sem hefur leikið sérlega vel með WBA í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hann hefur skorað 7 mörk og er markahæsti Englendingurinn í deildinni. Hann hefur ekki leið með A-landsliði Englands áður.

Stewart Downing úr West Ham og Miachael Carrick frá Manchester United eru aftur komnir í landsliðið en Daniel Sturridge framherji Liverpool er úti í kuldanum enda meiddur og búinn að vera það lengi.

Landsliðshópurinn lítur þannig út:

Markverðir:
Fraser Forster, Ben Foster, Joe Hart.

Varnarmenn:
Leighton Baines, Gary Cahill, Calum Chambers, Nathaniel Clyne, Kieran Gibbs, Phil Jagielka, Luke Shaw, Chris Smalling.

Miðjumenn:
Ross Barkley, Michael Carrick, Stewart Downing, Jordan Henderson, Adam Lallana, James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain, Raheem Sterling, Andros Townsend, Jack Wilshere, Theo Walcott.

Sóknarmenn:
Rickie Lambert, Wayne Rooney, Daniel Welbeck, Saido Berahino.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert