Guttarnir með meiri hraða

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Ljósmynd/twitter

Eiður Smári Guðjohnsen er í viðtali við heimasíðu Chelsea í dag þar sem hann fer yfir ferilinn með Chelsea og hvað framtíðin beri í skauti sér. Hann segir syni sína vera fljótari - sem sé jákvætt.

Eftir að Eiður kom til Chelsea var hann fljótlega kominn í félagsskap ensku leikmannanna. „Ég var breski gaurinn sem var ættleiddur. Við vorum lítil klíka, ég, Frank Lampard, John Terry og Jody Morris. Við héngum mikið saman, innan vallar og í búningsklefanum,“ segir Eiður.

„Ég var á Englandi meira og minna í tíu ár og mér líður hér eins og heima.“ Aðspurður hvað sé næsta skref hjá honum svarar Eiður: „Ég hef alltaf sagt að ég hafi lítinn áhuga á að vera þjálfari. En þegar maður verður eldri og vitrari áttar maður sig á því að það býr í manni mikil reynsla sem mann langar kannski til að kenna þeim sem yngri eru.“

Þá bætir hann við að José Mourinho og Pep Guardiola séu bestu knattspyrnustjórar sem hann hafi leikið fyrir. „Ég hef átt góðan feril og núna á ég þrjá stráka sem eru allir fínir fótboltamenn - þeir spila svolítið eins og ég, en eru með meiri hraða - sem er jákvætt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert