Biðst afsökunar á mistökunum

Adam Federici fær hér stuðning frá liðsfélögum sínum.
Adam Federici fær hér stuðning frá liðsfélögum sínum. AFP

Adam Federici markvörður Reading hefur beðist afsökunar á mistökunum sem hann gerði í undanúrslitaleiknum gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni á Wembley á laugardaginn.

Ástralska markverðinum urðu á hrikaleg mistök í framlengingunni þegar hann missti boltann á milli fóta sér eftir skot frá Alexis Sanchez. Federici gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn en hann grét var algjörlega bugaður.

„Mig langar bara að segja að ég þakka fyrir allar kveðjurnar og ég er miður mín vegna minna mistaka og ég biðst afsökunar á þeim. Við gáfum allt í leikinn og við verðskulduðum í að minnsta að fara í vítaspyrnukeppni. Þetta er partur af því vera markvörður og ég er viss um að þetta efli mig. Þakka ykkur aftur fyrir magnaðan stuðning,“ skrifaði Federici á twitter síðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert