Terry: Tilfinningin er ótrúleg

John Terry fagnar titilinum í dag.
John Terry fagnar titilinum í dag. AFP

John Terry var himinlifandi með það að hafa leitt Chelsea-liðið til síns fjórða úrvalsdeildartitils og þess fimmta í sögunni og sagði tilfinninguna ótrúlega. 

„Tilfinningin er ótrúleg, við lögðum svo hart að okkur. Það að komast í mark er frábært. Þetta var taugatrekkjandi, þeir eru með gott lið og gerðu okkur erfitt fyrir. Til allrar hamingju gat Eden skorað og við unnið leikinn,“ sagði John Terry.

Hann segist ennfremur hafa sannnað það fyrir fólki að hann geti enn spilað af fullum krafti, enda vann hann sér fyrir nýjum samingi hjá félaginu.

„Ein manneskja sagði, hún veit hver hún er, að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku en ég sýndi að þeir höfðu á röngu að standa. Við höfum frábæra leikmenn og knattspyrnustjóra,“ sagði Terry.

„Þetta er það sem ég lifi fyrir. Það eru fimm ár síðan við unnum þetta. Sá fyrsti var sérstakur og það er erfitt að spila fjögur fimm ár án þess að vinna. Ég mun virkilega njóta þess í dag.“ sagði terry.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert