Strútaborgarar til heiðurs þjálfarans

Nigel Pearson.
Nigel Pearson. AFP

Nigel Pearson komst svo sannarlega í fréttirnar í síðustu vikur eftir að hafa kallað blaðamanninn Ian Baker strút og spurt hvort hann væri heimsk­ur. Síðan þá hefur Pearson beðist opinberlega afsökunar og hann hefur einnig tilkynnt að æðiskastið sé mikið gamanmál meðal starfsfólks Leicester City en mötuneyti félagsins var með sérstakan matseðil stuttu fyrir 3:0 sigur Leicester á Newcastle síðastliðinn laugardag.

Aðspurður um hvort skammarræða hans hafi verið mikið rædd innan félagsins glotti Pearson við tönn.

„Hvað, fyrir utan það að bjóða upp á strútaborgara á æfingavellinum?“

„Það hefur verið dálítið um létta stríðni. Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér og að leyfa öðrum að gera slíkt hið sama.“

Stemningin er góð í búðum Leicester City, sem eru einu stigi frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert