„Held að hann verði um kyrrt“

Bastian Schweinsteiger fagnar marki með Bayern.
Bastian Schweinsteiger fagnar marki með Bayern. AFP

Pep Guardiola þjálfari þýska meistaraliðsins Bayern München segir að Bastian Schweinsteiger sé sá eini sem getið ákveðið framtíðina hjá Bayern en þýski landsliðsmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Manchester United.

Schweinsteiger, sem er 30 ára gamall og fyrirliði þýska landsliðsins, á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern München og Louis van Gaal, stjóri United, hefur ekki farið leynt með það að hann vill krækja í miðjumanninn öfluga.

„Ég hef lesið fréttir og heyrt margt um Bastian en framtíðin veltur á honum sjálfum. Ég held að hann verði um kyrrt, en hann er sá eini sem getur ákveðið það. Ef hann verður hér áfram þá verður það fullkomin niðurstaða fyrir mig. Hann er frábær leikmaður,“ sagði Guardiola við fréttamenn í dag.

Bayern hefur titilvörnina á heimavelli gegn Hamburg þann 14. ágúst en Bæjarar hafa hampað þýska meistaratitlinum síðustu þrjú árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert