Yfirlýsing Brendan Rodgers

Brendan Rodgers sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem …
Brendan Rodgers sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann fer yfir tíma sinn hjá Liverpool. AFP

Brendan Rodgers var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool í gær og gaf í dag út yfirlýsingu þar sem hann fer yfir tíma sinn hjá Liverpool. Brendan skellti sér til Spánar í frí nánar til tekið til Malaga og sendi þaðan frá sér yfirlýsingu um veru sína hjá Liverpool. 

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Brendan Rodgers í heild sinni:

„Ég er að sjálfsögðu verulega svekktur að þurfa að yfirgefa Liverpool. Það hefur verið bæði heiður og forréttindi að stýra einu stærsta félagi í heiminum síðustu þrjú ár.

Ég hef unnið að því hörðum höndum alla daga að gera mitt allra besta fyrir félagið. Ég hef reynt að þróa einstaklinga innan félagsins og búa til sterka lið sem frábærir stuðningsmenn félagsins geta verið stoltir af. Það hafa við eftirminnilegar stundir á þeim tíma sem ég hef starfað fyrir Livepool og ég vil þakka öllum þeim leikmönnum sem ég hef starfað með fyrir þá miklu vinnu og staðfestu sem þeir hafa sýnt.

Núverandi leikmannahópur er hópur í þróun og innan leikmannahópsins eru miklir hæfileikar og mikil liðsheild. Ég býst við að sjá liðið vaxa og dafna á næstu vikum og ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni.

Liverpool hefur ríka arfleifð og ég ber mikla virðingu og aðdáun á þeirri sögu, hefðum og gildum sem gerir félagið einstakt. Ég vil þakka öllum þeim sem koma að félaginu, Fenway Sports Group og þeim stjórnendum sem starfa hjá félaginu, þá sérstaklega Ian Ayre. Einnig vil ég þakka þjálfarateyminu mínu, starfsfólkinu í félaginu og þeim sjálfboðaliðum sem starfa fyrir félagið. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnum félagsins kærlega fyrir þann stuðning og þa ástríðu sem þeir hafa sýnt á þeim tíma sem ég starfaði fyrir félagið.

Að lokum vil ég þakka John W. Henry, Tom Werner og Mike Gordon fyrir að hafa veitt mér það tækifæri að fá að starfa hjá jafn stóru félagi og Liverpool er. Þó svo að við munum ekki starfa saman áfram mun vinátta okkar vara um alla tíð,“ sagði Brendan Rodgers fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, í yfirlýsingunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert