Stóð við að þegja þar til Rodgers færi

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Það er oft talað um að stuðningsmenn knattspyrnufélaga á Englandi taki gangi mála hjá sínum liðum alvarlega, og sannaði einn stuðningsmaður Liverpool það heldur betur.

Stuðningsmaður þessi sem gefur þó ekki upp nafn, setti færslu á Twitter-síðu sína þann 24. maí síðastliðinn að hann myndi ekki tísta á ný fyrr en búið væri að reka Brendan Rodgers úr starfi knattspyrnustjóra. Aðilinn hafði verið virkur á miðlinum með rúmlega tólf þúsund tíst, svo andúðin var greinileg í garð Rodgers.

Hann fékk ósk sína uppfyllta á sunnudag og þegar síða hans er skoðuð kemur í ljós að hann hélt þögninni frá því færslan var sett inn í vor, eða í 133 daga. Og það var því viðeigandi að fyrsta færslan eftir brottvísunina hafi einfaldlega verið: Loksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert