Rooney sagður vera með tilboð frá Kína

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Breska blaðið The Sun birtir í dag frétt um að enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney sé með í höndunum risatilboð frá kínversku félagi. 

Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að kínverskt félag hafi sett sig í samband við umboðsskrifstofuna sem sér um mál Rooney og hafi skilað þar inn tilboði. Kínversku liðin hafa mörg hver úr miklum fjármunum að spila en deildin gerði stóran sjónvarpsréttarsamning. 

Ekki er vitað hvort hugur Rooneys standi til þess að breyta til en hann er þrítugur. Frammistaða hans með Manchester United á þessu keppnistímabili hefur ekki þótt merkileg og hefur hann þurft að þola mikla gagnrýni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert