Ævintýrið ótrúlega hjá refum Ranieri

Jamie Vardy og félagar hafa heillað unnendur ensku knattspyrnunnar og …
Jamie Vardy og félagar hafa heillað unnendur ensku knattspyrnunnar og eru afar óvænt á toppi úrvalsdeildarinnar. AFP

Það eru heldur betur ævintýralegir hlutir að gerast hjá Leicester City með sóknarmanninn Jamie Wardy í farbroddi og Ítalann Claudio Ranieri við stjórnvölinn. Refirnir, sem er gælunafn Leicester, tróna öllum á óvart í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 13. umferðir, eru stigi á undan Manchester United en toppliðin tvö mætast einmitt á King Power-vellinum í Leicester síðdegis á laugardaginn.

Síðast þegar þessi lið mættust á þessum sama velli í september í fyrra fagnaði Leicester sigri í ótrúlegum leik, 5:3, eftir að hafa lent 3:1 undir.

Uppgangur Leicester hefur verið ótrúlegur en í apríl á þessu ári sat liðið í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2008-09 var liðið í C-deildinni og í B-deildinni 2009-14. Árið 2014 vann Leicester City sér sæti í úrvalsdeildinni undir stjórn Nigel Pearson, fyrrverandi aðstoðarmanns Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke, og hafnaði í 14. sætinu eftir frábæran endasprett þar sem liðið vann sjö af síðustu níu leikjum sínum í deildinni.

Í lok júní á þessu ári var Pearson rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. Í tilkynningu frá félaginu sagði að sambandið á milli stjórnar og Pearsons hefði verið komið á endastöð en nokkru áður hafði sonur stjórans verið rekinn ásamt tveimur öðrum leikmönnum vegna kynlífsmyndbands sem birtist eftir ferð félagsins til Taílands. Á myndbandinu sáust leikmennirnir taka þátt í hópkynlífi ásamt því að beita taílenska stúlku kynþáttaníði.

Greinin í heild er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert