Dyrnar alltaf opnar fyrir Gerrard

Steven Gerrard á leik Liverpool gegn Swansea um nýliðna helgi.
Steven Gerrard á leik Liverpool gegn Swansea um nýliðna helgi. AFP

Hafi einhverjir stuðningsmenn Liverpool borið þá von í brjósti að sjá Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliða félagsins, leika í Liverpool treyjunni að nýju á komandi ári þá tók Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, af allan vafa um það að svo verður ekki á blaðamannafundi í hádeginu í dag. 

Blaðamanna­fund­ur­inn var hald­in í til­efni af leik Li­verpool gegn Sout­hampt­on í átta liða úr­slit­um enska deild­ar­bik­ars­ins sem fram fer annað kvöld.

„Gerrard (Steven Gerrard) er í góðu formi. Ég hef sagt leikmannhópnum að það sé eðlilegt að Gerrard komi hingað til þess að æfa með félaginu. Dyrnar eru ávallt opnar fyrir Stevie (Steven Gerrard), eins og eðlilegt er fyrir leikmann sem hefur lagt jafn mikið á sig fyrir félagið og hann hefur gert,“ sagði Klopp um Gerrard á blaðamannafundinum.

„Nærvera Gerrard (Steven Gerrard) lyftir andrúmsloftinu hjá félaginu og koma hans kallaði fram bros á andlitum leikmanna og starfsmanna félagsins. Það er gott að hafa hann hér og vonandi getum við hjálpað honum og hann hjálpað okkur,“ sagði Klopp enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert