„Eitthvað verður að breytast“

Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, þykir afar valtur í sessi.
Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, þykir afar valtur í sessi. AFP

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Garrys Monks, knattspyrnustjóra Swansea, eftir 3:0-tap liðsins gegn Leicester City um helgina.

Nú hefur Huw Jenkins, stjórnarformaður félagsins, tjáð sig um málið og má skilja á orðum hans að dagar Monks í starfi séu brátt taldir.  

„Öllum hjá félaginu finnst eitthvað þurfa að breytast til þess að koma hlutunum aftur í jákvæðar horfur eins fljótt og auðið er. Við þurfum að komast aftur á þá braut að spilamennska liðsins skili stigum í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Jenkins í samtali við BBC.

Jenkins er staddur í London þessa dagana, en breskir fjölmiðlar telja að Monk verði sagt upp sem knattspyrnustjóra Swansea síðar í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert